Episodes

7 days ago
7 days ago
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætt:
Heilbrigðismál
Alma Möller, heilbrigðisráðherra,
Ráðherra mun bregðast við nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Landspítala fyrsta sinni - skýrslan gerir glögga grein fyrir mönnunarvanda og álagi á spítalanum sem síðan smitar út í allt kerfið. Hvernig er hægt að bregðast við því sem þar er lýst?
Stjórnmál
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur
Haukur ræðir ástandið á þinginu, kjarnorkuákvæðið og beitingu þess, málþóf og stöðu þingsins eftir þessa hörðu hríð að undanförnu.
Stjórnmál
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra
Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins
Forystukonur ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu takast á um stjórnmál dagsins og þá einkum veiðgjöldin og afgreiðslu þingsins á því máli.
Alþjóðamál
Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við HA
Hilmar ræðir stöðuna í Úkraínu. Stríð hefur nú geisað í 40 mánuði og hægt og bítandi er Rússland að bæta stöðu sína - er fall Úkraínu orðið óumflýjanlegt, ef ekki, hvað þarf til að snúa stöðunni við?
No comments yet. Be the first to say something!