Episodes

2 hours ago
Sprengisandur 18.05.2025 - Viðtöl þáttarins
2 hours ago
2 hours ago
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Már Wolfgang Mixa dósent í fjármálum við HÍ ræðir stöðuna í hagkerfinu, vaxtaákv. stendur fyrir dyrum í vikunni og ólíklegt að vextir lækki í bili.
Haraldur Þór Jónsson oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar ræða nýja stefnu veiðifélags Þjórsár sem undir forystu Haraldar mælir nú kröftuglega fyrir nýjum virkjunum í Þjórsá og telur það laxastofninum í ánni í hag.
Dagbjört Hákonardóttir alþingismaður hefur beitt sér fyrir stuðningi Íslands við Palestínu og stutt aðgerðir forsætisráðherra á alþjóðavettvangi þar sem Ísland er nú í forystu ríkja sem skora á Ísrael að breyta stefnu sinni á Gasa. Dagbjört ræðir næstu skref í málinu af hálfu Íslendinga.
Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri ræðir stöðuna í Úkraínu og víðar - viðræður deiluaðila í Tyrklandi skiluðu litlu, Evrópuleiðtogar hnykla vöðvana og Trump lofar símtali við Pútín strax á morgun - er eitthvað að þokast í rétta átt?

2 days ago
2 days ago
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Davíð O Arnar yfirlæknir á hjartadeild landspítalans um Sánur og hjartaheilsu
- Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins
- Jón Pétur Zimsen þingmaður og fyrrverandi skólastjóri: tómir leikvellir
- Símatími
- Brynjar Karl Sigurðsson, frambjóðandi til forseta ÍSÍ og þjálfari kvennaliðs Aþenu í körfubolta
- Jón S Ólason yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Vesturlandi
- Ragnhildur Holm, rappari og meðlimur í Reykjavíkurdætrum um VÆB

3 days ago
3 days ago
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Halldór Kr. Þorsteinsson, lögmaður hjá Lögmönnum um félagafrelsi
- Ingibjörg Isaksen formaður þingflokks Framsóknarflokksins um njósnamálið og Úlfar Lúðvíksson
- Símatími
- Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands
- Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka
- Sigurdís Haraldsdóttir krabbameinslæknir og yfirlæknir á Landspítala
- Bjarki Sigurðsson í Basel í Sviss talar við VÆB bræður
- Svandís Edda Jónudóttir vörustjóri korta hjá Arion banka

4 days ago
4 days ago
Öll viðtölin úr þætti dgsins ásamt símatíma:
- Baltasar Kormákur um tolla Trump á kvikmyndaiðnaðinn
- Frosti Logason fjölmiðlamaður og Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks um Donald Trump
- Símatími
- Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra um sólarorku
- Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur um afsögn Úlfars Lúðvíkssonar
- Magnús Lárusson hjá Prósjoppunni um golf gadget
- Bjarki Sigurðsson, fréttamaður, okkar maður á Eurovision í Basel

5 days ago
Bítið -14. maí 2025
5 days ago
5 days ago
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómar Úlf.
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, kíkti í spjall og fór yfir málefni sveitarfélagsins.
Harpa Magnúsdóttir, forstjóri Hoobla, ræddi við okkur um sjálfstætt starfandi fólk sem ríkir misskilningur um.
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra settist niður með okkur og fór yfir nýlega ferð til Færeyja.
Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir, stjórnendur Skuggavaldsins, ræddu við okkur um leyniregluna Illuminati og samsæriskenningar.
Svavar Elliði Svavarsson, kennari og tónlistarmaður, fór í hárígræðslu til Tyrklands og sagði okkur af því.
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, ræddi við okkur um nýja herferð samtakanna.

5 days ago
5 days ago
Öll viðtölin úr þætti dagsins ássamt símatíma:
- Einar Sveinbjörnsson um góða veðrið og spá fyrir júní
- Jón G. Hauksson, fyrrverandi ritstjóri Frjálsrar verslunar og nú annar umsjónarmanna hlaðvarpsins Hluthafaspjallið
- Símatími
- Yrsa Löve ofnæmislæknir
- Svanur Guðmundsson, sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins
- Ingrid Kuhlman leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun um hrós á vinnustöðum
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um brotthvarf Úlfars Lúðvíkssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum
- Sigga Beinteins um 35 ára afmæli lagsins Eitt lag enn

6 days ago
Bítið - 13. maí 2025
6 days ago
6 days ago
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari Úlf
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deilarforseti félagsvisindadeildar háskólans á Bifröst, ræddi við okkur um ráðstefnu sem fer fram á fimmtudag.
Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu Veðurstofunnar, fór yfir veðurviðvaranir og fleira.
Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars frá Kólumbíu, settust niður með okkur.
Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, var á línunni og ræddi eiturefni í vörum og fatnaði.
Guðbrandur Jónatansson sagði okkur sögu sína, en hann lenti í ömurlegu atviki þar sem bílnum hans var stolið á Spáni.
Grímur Atlason frá Geðhjálp sagði okkur frá áhugaverðri ráðstefnu í vikunni.
Björn Baldvinsson og Jón Haukur ræddu við okkur um æfingabúðir í körfubolta sem fara fram í ágúst.

6 days ago
6 days ago
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Runólfur Ágústsson, verkefnastjóri (áður stjórnarmaður í fluglestinni þróunarfélagi um lestarsamgöngur)
- Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokks Fólksins og formaður atvinnuveganefndar
- Símatími
- Andrés Jónsson almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi Bakherbergisins
- Stefán Þór Steindórsson, formaður félags byggingafræðinga
- Brynjólfur Sveinn Ívarsson lögfræðingur og Brynhildur Pétursdóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna um leigubílasvindlara
- Bjarki Sigurðsson, fréttamaður - okkar maður í Basel í Sviss - er með puttann á púlsinum?

7 days ago

Sunday May 11, 2025
Sprengisandur 11.05.2025 - Viðtöl þáttarins
Sunday May 11, 2025
Sunday May 11, 2025
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðum um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Alþjóðamál
Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu, UNWRA, Gréta ræðir ástandið á Gasa og víðar. UNWRA starfar í óþökk Ísraelsríkis og kemur engum gögnum til nauðstaddra sem stendur.
Sjávarútvegsmál.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS
Heiðrún ræðir veiðgjöldin, auglýsingaherferð SFS v. lagafrumvarps á Alþingi um hækkun veiðigjalda og skyld efni.
Dómsmál
Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður
Eiríkur Svavarsson, lögmaður
Haukur Arnórsson, stjórnsýslufræðingur og lögmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson og Eiríkur Svavarsson ræða stöðu héraðs- og ríkissaksóknara í ljósi umfangsmikils gagnaleka og upplýsinga um að ólögmætum gögnum úr hlerunum hafi ekki verið eytt, þvert á lög.
Umhverfis-/loftslagsmál
Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður
Bjartmar Oddur Þeyr Aleandersson blaðamaður á Heimildinni, fjallar um fyrir fyrirtækið Climeworks sem lofað hefur stórfelldum árangri við að fanga kolefni úr andrúmsloftinu í gegnum risaverksmiðju á Íslandi. Árangurinn lætur á sér standa og tortryggni gagnvart fyrirtækinu eykst.