Episodes

Sunday Jun 22, 2025
Sprengisandur 21.06.2025
Sunday Jun 22, 2025
Sunday Jun 22, 2025
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Stjórnmál
Logi Einarsson ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla
Logi Einarsson er ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla. Hvaða verkefni eru á stefnuskránni, hvernig á þetta ráðuneyti að standa undir háleitum markmiðum um að virkja kraftinn í þjóðinni, litlar fréttir af því enn sem komið er.
Sjávarútvegsmál
Svanur Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur
Arnar Atlason formaður SFÚ
Svanur Guðmundsson sjávarútvegsfræðingur og Arnar Atlason sem er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda ræða veiðigjaldafrumvarpið og tengd mál nú þegar umræða stendur sem hæst á þinginu.
Stjórnmál
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins ræðir framtíð sína og flokksins, fylgi í sögulegu lágmarki og pólitískur slagkraftur flokksins lítill eftir miklar hrakfarir í kosningum.
Utanríkismál
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, alþingismaður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra ræðir utanríkismál, þ.m.t. átökin milli Ísraels og Írans, hernaðarvæðingu, átakamenningu og hlutverk sitt sem sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Evrópuráðsins gagnvart úkraínskum börnum
No comments yet. Be the first to say something!