Episodes

Sunday May 04, 2025
Sprengisandur 4.5.2025 - Viðtöl þáttarins
Sunday May 04, 2025
Sunday May 04, 2025
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Loftslagsmál
Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagsráðs
Halldór svarar því hvort loftslagsmálin séu horfin af dagskrá heimsins, mun minni umræða hefur verið um þau en áður og stjórnmálamenn sem hafa lítinn áhuga á þessu máli, komist til valda á síðustu mánuðum/árum. Hvert er framhaldið?
Alþjóðamál
Eiríkur Bergmann prófessor ræðir Alþjóðamálin, kosningasigur Reform í Bretlandi, tilraun þýskra yfirvalda til að ráða niðurlögum AfD með því að skilgreina þennan næst stærsta stjórnmálaflokk landsins sem öfgasamtök og áhrif skyldra flokka og hugmynda sem hvarvetna ryðja sér til rúms.
Lögreglumál
Grímur Grímsson, alþingismaður og Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur,
Grímur og Margrét ræða njósnamálið svokallaða sem mest var í fréttum sl. viku, áhrif þess á orðspor lögreglunnar o.fl.
Borgarmál
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri,
Heiðar ræðir borgarmálin, fjárhag borgarinnar og svarar því m.a. hvort ,,Græna skrýmslið" í Breiðholti verði fjarlægt.

Friday May 02, 2025
Bítið - föstudagurinn 2. maí 2025
Friday May 02, 2025
Friday May 02, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi Lilju og Ómari
Símatími
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ræddi við okkur um ástandið í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli.
Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Tómas Þór Þórðarson, starfsmaður Sjálfstæðisflokksins, fóru yfir sviðið.
Sjónvarpsstjarnan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir kíkti í heimsókn.
Unnur Helga hjá Bókasafni Hafnarfjarðar og Hilmir Star Wars-kall ræddu við okkur um Stjörnustríðsdaginn.
Sigtryggur Baldursson, Bogomil Font kíkti í spjall.

Wednesday Apr 30, 2025
Reykjavík síðdegis - miðvikudagur 30. apríl 2025
Wednesday Apr 30, 2025
Wednesday Apr 30, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Valgeir Magnússon stjórnarformaður PiparTBWA og framkvæmdastjóri SDG TBWA í Osló um Justin Bieber áhrifin
- Margrét Einarsdóttir formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu
- Símatími
- Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins
- Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar um njósnamálið og persónuvernd
- Jónas Páll Jónasson fiskifræðingur og sviðsstjóri á Hafrannsóknastofnun um íslenska humarinn
- Ómar Guðjónsson gítarleikari og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Jazzþorpið

Wednesday Apr 30, 2025
Bítið - Miðvikudagur 30. apríl 2025
Wednesday Apr 30, 2025
Wednesday Apr 30, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, var á línunni og ræddi um frídaga þingmanna.
Júlíus Jóhannsson glímir við fjölkvilla og safnar á Karolina Fund fyrir að komast í sérhæft rannsóknarprógramm í Bandaríkjunum.
Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra ræddi við okkur um innviðuppbyggingu og leigubílalögin.
Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur ræddi við okkur um þröng stæði.
Matarhornið Eldum gott með Simma Vill var á sínum stað.
Birna María Másdóttir, markaðsstjóri Nóa Siríus og Ögmundur Ísak, markaðsfulltrúi Nóa Siríus, komu í heimsókn með nýja sumar Kroppið.
Sonja Stefánsdóttir og hundurinn Kúri mættu í spjall.

Tuesday Apr 29, 2025
Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 29. apríl 2025
Tuesday Apr 29, 2025
Tuesday Apr 29, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi hjá Bjornberg.is um það af hverju við högum okkar óskynsamlega í fjármálum
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra um útlendingamál og fordæmalaust ástand í fangelsum landsins
- Símatími
- Páll Pálsson fasteignasali um fasteignamarkaðinn
- Hera Guðlaugsdóttir nýdoktor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands um niðurstöður rannsóknar á áhrifum brennisteinsríkra eldgosa á norðlægari slóðum á loftslag og veðurfar í kringum Norður-Atlantshaf
- Ragnhildur L Guðmundsdóttir náms og starfsráðgjafi í Sandgerðisskóla ræddi við okkur um þá hugmynd að koma á fót sérstökum verknámsskóla
- Jón Axel Ólafsson útvarpsmaður og húsgagnahönnuður hjá Jax handverk um álagningu húsgagnaverslana

Tuesday Apr 29, 2025
Bítið - Þriðjudagur 29. apríl 2025
Tuesday Apr 29, 2025
Tuesday Apr 29, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Unnur Arna Jónsdóttir, eigandi Hugarfrelsis og Kristín María Thoroddsen, formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar, ræddu við okkur um skaðsemi skjátíma.
Sigríður Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, ræddi við okkur um alvarleg kynferðisbrot og hvers vegna grunaðir eru ekki hnepptir í gæsluvarðhald.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar ræddu um fiskveiðistjórnunarkerfið.
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og eigandi Verkvistar og Ólafur Wallevik, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu heilnæmar byggingar.
Finnbogi Þorkell og Þorsteinn frá Gleðismiðjunni komu okkur í gott skap.
Sveinn Þorgeirsson, umsjónarmaður MED-námsins við íþróttafræðideild HR, ræddi við okkur um áhugavert framtak varðandi skólaíþróttir.
Nöldurhornið

Monday Apr 28, 2025
Reykjavík síðdegis - mánudagur 28. apríl 2025
Monday Apr 28, 2025
Monday Apr 28, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Bogi Ágústsson fréttaþulur og goðsögn les sinn síðasta fréttatíma í kvöld
- Hildur Sunna Pálmadóttir sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald og kynferðisbrot
- Símatími
- Kristinn R Ólafsson útvarpsmaður rithöfundur og þýðandi frá Spáni og Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti um rafmagnsleysið á Íberíuskaga
- Kristinn V Jóhannsson vallarstjóri á Laugardalsvelli um nýja Hybridgrasið
- Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni
- Tryggvi Hjaltason áhugamaður um ofurheilsu langlífi um föstur
- Gunnar Gunnarson stjórnarmaður í UMFÍ um sameiningu íþróttafélaga

Monday Apr 28, 2025
Bítið - mánudagur 28. apríl 2025
Monday Apr 28, 2025
Monday Apr 28, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Gísli Ragnar Guðmundsson, sérfræðingur í gervigreind hjá KPMG, ræddi við okkur um CoPilot frá Microsoft.
Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar, ræddi við okkur um hættulega einstaklinga sem fá að ganga lausir.
Gísli Tryggvason, lögmaður ræddi við okkur vítt og breitt um erfðarétt.
Daniel Willemoes Olsen ræddi við okkur um sína vegferð en hann léttist um 108 kíló á fjórum árum.
Brynhildur Guðjónsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri, ræddi við okkur um lyklaskipti og söngleikinn Moulin Rouge.
Kvennakórinn Katla kom í heimsókn og tók lagið.

Sunday Apr 27, 2025
Sprengisandur 27.04.2025 - Viðtöl þáttarins
Sunday Apr 27, 2025
Sunday Apr 27, 2025
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Sigurður Stefánsson forstjóri Aflvaka.
Þau ræða húsnæðismarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu, íbúðaskortinn og gagnrýni Sigurðar á skipulagsyfirvöld sem hann segir hafa misreiknaði sig herfilega á síðasta áratug.
Gylfi Magnússon, prófessor í Hagfræði.
Gylf fer yfir heimshagkerfið. Yfir stendur ársfundur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins þar sem lykilorðið er óvissa, búið að lækka allar hagvaxtarspár og mikill órói á mörkuðum heldur áfram.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna ræðir ,,vók-ismann", úrsögn sína úr Sósíalistaflokknum og fleira þessu tengt.
Jón Ólafsson próf. og sérfræðingur í málefnum Rússlands og Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar HÍ.
Þau ræða friðarhorfur í Úkraínu, vonir og væntingar á því sviðinu.

Friday Apr 25, 2025
Reykjavík síðdegis - föstudagur 25. apríl 2025
Friday Apr 25, 2025
Friday Apr 25, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Snæbjörn Ragnarsson tónlistarmaður, sköpunarstjóri á Pipar og kaffidrykkjumaður um komu Starbucks til Íslands
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins um ástandið á leigubílamarkaði við Keflavíkurflugvöll
- Símatími
- Samúel Karl Ólason fréttamaður á Vísi um alþjóðamál og Trump
- Jón Snædal öldrunarlæknir ræddi við okkr um nýtt líftæknilyf við Alzheimer sem hefur fengið markaðssleyfi á evrópska efnahagssvæðinu
- Freyr Eyjólfsson verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá SORPU um stóra plokkdaginn á sunnudaginn