Episodes

Wednesday Jan 07, 2026
Bítið - miðvikudagur 7. janúar
Wednesday Jan 07, 2026
Wednesday Jan 07, 2026
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.
Öll viðtölin úr þætti dagsins.

Tuesday Jan 06, 2026
Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 6. janúar 2026
Tuesday Jan 06, 2026
Tuesday Jan 06, 2026
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Jói Fel um síðasta neysludag matvæla
- Heiða Njóla Guðbrandsdóttir forstöðumaður hjá Icelandair um kolefnaskattinn og áhrif hans á fyrirtækið
- Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður og fyrrverandi umhverfis orku og loftslagsráðherra
- Símatími
- Þorvaldur Flemming Jensen um Grænland og nýársávarp Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur
- Ragnar Bjartmarz formaður verkefnastofu um tekjur af ökutækjum og umferð
- Páll Pálsson fasteignasali um fjölda óseldra eigna í ársbyrjun
- Kristján Þór Gunnarsson heimilislæknir um titringsplatta

Tuesday Jan 06, 2026
Bítið - þriðjudagur 6. janúar 2026
Tuesday Jan 06, 2026
Tuesday Jan 06, 2026
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.
Kristján Sigurjónsson hjá FF7 var á línunni og ræddi flugið.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við okkur um raforkuverð.
Agnar Jónsson og Ómar Sigurðsson, vinir mannsins sem slasaðist í bílslysinu í Suður-Afríku, fóru yfir stöðuna.
Róbert Ragnarsson, sækist eftir oddvitasæti Viðreisnar í borginni. Hann vill breyta strúktúr innan borgarinnar þegar kemur að borgarfulltrúum og launum.
Gunnar Leó Pálsson hjá Rent A Party og Heimaform kíkti í stúdíóið.

Monday Jan 05, 2026
Reykjavík síðdegis - mánudagur 5. janúar 2025
Monday Jan 05, 2026
Monday Jan 05, 2026
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Rakel Sveinsdóttir ritstjóri Atvinnulífsins á Vísi
- Helen Hafgnýr Cova rithöfundur frá Venesúela en hefur búið á Íslandi í mörg ár um horfur mála í Venesúala
- Símatími
- Inga Dóra Guðmundsdóttir fyrrverandi fjölmiðlakona búsett á Grænlandi um Trump og áhuga hans á Grænlandi
- Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi við upphaf nýs árs
- Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins um hækkandi raforkuverð
- Ævar Þórólfsson aðferðafræðingur og verkefnisstjóri hjá félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um heppni landsmanna
- Berglind Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur um orð ársins

Monday Jan 05, 2026
Bítið - mánudagur 5. janúar 2026
Monday Jan 05, 2026
Monday Jan 05, 2026
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, ræddi við okkur um hækkanir á raforkuverði.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, ræddi við okkur um dulda skatta og hækkanir.
Skafti Harðarson, formaður félags skattgreiðenda, ræddi skatta- og gjaldskrárhækkanir á nýju ári.
Eygló Anna Guðlaugsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, ræddi við okkur um dýrin sem týndust um áramótin.
Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir, stjórnendur Skuggavaldsins, settust niður með okkur og ræddu nýja þáttinn.
Íþróttafréttamaðurinn Valur Páll Eiríksson fór yfir umferðina í enska boltanum.

Sunday Jan 04, 2026
Sprengisandur 04.01.2026 - Viðtöl þáttarins
Sunday Jan 04, 2026
Sunday Jan 04, 2026
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Sjávarútvegur
Sigurjón Þórðarson, alþ.maður, form. Atvinnuveganefndar s:88930919
Sigurjón gagnrýnir harðlega fiskveiðiráðgjöf á Íslandsmiðum, hyggst kalla til erlenda fiskifræðinga strax í janúar til að endurmeta aðferðafræði Hafrannsóknastofnunar (Haf og vatn). Hann gagnrýnir úthlutun makrílkvóta og telur þann stofn vera vanmetinn og veiða eigi miklu meira.
Alþjóðamál
Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ
Vilborg Ása Guðjónsdóttir, stjórnmálafræðingur
Innrási í Venesúla setti allt í uppnám í gær, hverju skiptir hún í stóru myndinni, t.d. varðandi Úkraínu og gildandi alþjóðalög. Hverju skiptir þessi aðgerð Íslendinga og afstöðu okkar til Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
Stjórnmál
Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþ.maður
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus
Stefnur og straumar á hægri væng stjórnmálanna - eru hægri flokkar á Íslandi þrír eða bara einn. Hvernig verjast rótgrónir hægri flokkar ásókn popúlískra flokka? Hvað ber nýtt ár í skauti sér í íslenskum stjórnmálum?
Skipulagsmál
Hlökk Theódórsdóttir, aðjúnkt
Ný fræðigrein um mistökin sem gerð voru við veitingu byggingaleyfis ,,græna gímaldsins" við Álfabakka. Hlökk, fyrrverandi skipulagsstjóri ríkisins, fer yfir málið og rökstyður þá kenningu sína að skipulagsvaldið sé í senn veikt og óskýrt.

Friday Jan 02, 2026
Reykjavík síðdegis - föstudagur 2. janúar 2026
Friday Jan 02, 2026
Friday Jan 02, 2026
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma:
- Allan Sigurðsson og Hannes Þór Arason frá framleiðslufyrirtækinu Atlavík og leikstjórar áramótaskaupsins í ár ræða viðbrögð landans við skaupinu
- Karl Garðarsson eyddi áramótunum í Úkraínu með fjölskyldu sinni
- Símatími
- Ragnhildur Þórðardóttir sálfræðingur Ragga Nagli um heilsuráðin á nýju ári
- Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans
- Runólfur Ólafsson, Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda varðandi vörugjöld á bíla um áramót
- Guðríður Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur á Hjartadeild Landspítalans - hvernig var vaktin yfir jól og áramót?

Tuesday Dec 30, 2025
Bítið - þriðjudagur 30. desember 2025
Tuesday Dec 30, 2025
Tuesday Dec 30, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari.
Ragnar Eyþórsson, framleiðandi og kvikmyndanörd, fór yfir árið 2025 þegar kemur að kvikmyndum.
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gerði upp árið í boltanum.
Vigdís Hauksdóttir og Páll Magnússon spáðu í pólitíkina.
Sveppi og Pétur Jóhann, mennirnir á bak við Beint í bílinn, fóru yfir stóru málin.
Spákonan Sigurjóna Björgvinsdóttir horfði inn í framtíðina og spáði fyrir um árið.

Monday Dec 29, 2025
Bítið - mánudagur 29. desember 2025
Monday Dec 29, 2025
Monday Dec 29, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Bragi Guðmundsson, tónlistarstjóri Bylgjunnar og Guðjón Smári, tónlistarstjóri FM957, fóru yfir tónlistina árið 2025.
Ólafarnir okkar, Ólafur Arnarson og Ólafur Ísleifsson, fóru yfir árið.
Þórhildur Þorkelsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi stjórna hlaðvarpinu Eftirmál og fóru yfir helstu fréttir ársins 2025.
Íþróttafréttamennirnir Einar Örn Jónsson og Henry Birgir fóru yfir árið 2025 í íþróttunum.
Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, spáði í fasteignamarkaðinn og efnahagsmál.

Sunday Dec 28, 2025
Sprengisandur 28.12.2025 - Viðtöl þáttarins
Sunday Dec 28, 2025
Sunday Dec 28, 2025
Kritján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Loftslagsmál
Jean-Rémi Chareyre, sjálfstætt starfandi blaðamaður
Jean-Remi er hópi þeirra sem telur Íslendinga eiga að leggja meira af mörkum í loftslagsmálum, hann telur tal um sérstöðu Íslands í orkunotkun vera blekkingu, tölur um notkun jarðefnaeldsneytis á Íslandi sýni glöggt að svo sé.
Afbrotamál/innflytjendamál
Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur
Margrét ræðir nýja rannsókn sína þar sem kannað er hvort unglingar með erlendan bakgrunn, búsettir á höfuðborgarsvæðinu séu líklegri til að sýna einhverskonar frávikshegðun - þ.e. brjóta af sér - en þeir sem ekki eru með erlendan bakgrunn. Munurinn telst vera minni en ætla mætti af opinberri umræðu og aðrir þættir skýra hegðunina, einkum áföll.
Fjölmiðlar
Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður
Þeir ræða nýjar tillögur Loga Einarssonar menningar, háskóla og nýsköpunarráðherra um styrki til fjölmiðla, Þórhallur gagnrýnir blaðamenn fyrir lítilþægni og tillögurnar sjálfar sömuleiðis. Aðalsteinn er fyrrverandi varaformaður blaðamannafélagsins sem hefur fagnað þessum tillögum.
Stjórnmál
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins
Sigmundur er hiklaust einn af ,,sigurvegurum" ársins í stjórnmálunum, undir hans forystu vex fylgi Miðflokksins jafnt og þétt og hann ógnar nú stöðu Sjálfstæðisflokksins af áður óþekktum krafti. En hvað vill þessi flokkur og hver stefnir hann?

