Episodes

Monday Apr 07, 2025
Reykjavík síðdegis - mánudagur 7. apríl 2025
Monday Apr 07, 2025
Monday Apr 07, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma

Sunday Apr 06, 2025
Sprengisandur 06.04.2025 - Viðtöl þáttarins
Sunday Apr 06, 2025
Sunday Apr 06, 2025
Kristján Kristjánsson stýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessum þætti:
Jón Kristjánsson fiskifræðingur um sjávarútveginn.
Jón ræðir stöðuna í hafinu í kringum landið í kjölfar viðtals við Þorstein Sigurðsson forstjóra Hafró fyrir viku. Öfugt við Hafró telur Jón að fiskveiðistjórnunin og -ráðgjöfin hafi brugðist algjörlega og henni sé um að kenna hversu nytjastofnar minnka mikið.
Þorgeir Þorgeirsson hagfræðingur og Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins um alþjóðamálin. Þeir ræða áhrif tollahækkana bandaríkjastjórnar á heimshagkerfið, á hag almennings, fyrirtækja og Íslands.
Sigmar Guðmundsson og Bergþór Ólason alþingismenn um stjórnmálin. Þeir ræða tillögur ríkisstjórnar um hækkun/leiðréttingu veiðigjalda. Rothögg fyrir sjávarútveg eða eðlileg leiðrétting??
Margrét Tryggvadóttir formaður Rithöfundasambands Íslands um menningarmál og höfundarétt.
Hún ræðir meintan skipulagðan stuld stórfyrirtækja á höfundarvörðu efni sem notað er til að fóðra gagnabanka gervigreindar í gegnum ólögmæt bókasöfn á netinu. Fjölmargir íslenskir höfundar eiga bækur/vísindagreinar sem nýttar eru með þessum hætti.

Friday Apr 04, 2025
Bítið - föstudagur 4. apríl 2025
Friday Apr 04, 2025
Friday Apr 04, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Jón I. Bergsteinsson, formaður IceBAN - Íslenskra englafjárfesta, ræddi við okkur um nýsköpun og englafjárfestingar.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, ræddi við okkur um auðlindir Íslands.
Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson og framkvæmdastjórinn Sveinn Waage fóru yfir sviðið.
Guðni Már Harðarson, prestur og stjórnarmaður í minningarsjóði Bryndísar Klöru og Eyrún Birna Davíðsdóttir, æskuvinkona Bryndísar Klöru, ræddu við okkur um góðgerðarpítsu Domino's.b

Thursday Apr 03, 2025
Reykjavík síðdegis - fimmtudagur 3. apríl 2025
Thursday Apr 03, 2025
Thursday Apr 03, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma

Thursday Apr 03, 2025
Bítið - fimmtudagur 3. apríl 2025
Thursday Apr 03, 2025
Thursday Apr 03, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Þorvaldur Flemming var á línunni beint frá Danmörku.
Birgitta Þorsteinsdóttir, kennari var á línunni en hún skrifaði áhugaverðan pistil á Vísi.
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og Ólafur Guðmundsson, umferðaröryggissérfræðingur ræddu um skort á rýmingaráætlunum og forvörnum.
Heiðar Guðjónsson, hagfræðingur fór yfir tollakvöld Donalds Trumps.
Katla Sigurþórsdóttir, Dagur Eiríksson, Guðmundur Árni Jónsson og Arngrímur Egill Gunnarsson, stofnendur Arctic Glow, kíktu í heimsókn til okkar.
Páskameistarinn - seinni undanúrslit
Lagakeppni Bítisins

Wednesday Apr 02, 2025
Reykjavík síðdegis - miðvikudagur 2. apríl 2025
Wednesday Apr 02, 2025
Wednesday Apr 02, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma

Wednesday Apr 02, 2025
Bítið - miðvikudagur 2. apríl 2025
Wednesday Apr 02, 2025
Wednesday Apr 02, 2025
Bítið á Bylgjunni með Heimi, Lilju og Ómari
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ræddi við okkur um hækkandi raforkuverð.
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Íslenskrar getspár, ræddi við okkur um Lottó frá ýmsum hliðum.
Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra mætti í spjall og ræddi ýmislegt, allt frá tollum til raforkuverðs.
Theodór Francis Birgisson, Teddinn okkar, kíkti í spjall.
Matarhornið Eldum gott með Simma Vill var á sínum stað.
Páskameistarinn - Ásbjörn og Jóhann

Tuesday Apr 01, 2025
Reykjavík síðdegis - þriðjudagur 1. apríl 2025
Tuesday Apr 01, 2025
Tuesday Apr 01, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma

Monday Mar 31, 2025
Reykjavík síðdegis - mánudagur 31. mars 2025
Monday Mar 31, 2025
Monday Mar 31, 2025
Öll viðtölin úr þætti dagsins ásamt símatíma

Sunday Mar 30, 2025
Sprengisandur 30.03.2025 - Viðtöl þáttarins
Sunday Mar 30, 2025
Sunday Mar 30, 2025
Kristján Kristjánssonstýrir kröftugri umræðu um þjóðmálin.
Í þessim þætti:
Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, svarar áleitnum spurningum um æ verri stöðu margra fiskistofna við Ísland, margra ára þróun þar sem afli í hverri tegundinni af annarri dregst saman og sumar hverfa með öllu þrátt fyrir öfluga veiðistjórnun og ráðgjöf.
Svandís Svavarsdóttir formaður VG svarar því hvert vinstrið í íslenskum stjórnmálum ætlar sér eftir að hafa fallið af þingi og neyðst til að draga saman seglin m.a. með lokun skrifstofu. Hvert er erindi VG og hvernig verður flokkurinn endurreistur.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Grímur Grímsson og Víðir Reynisson alþingismenn ræða öryggis og varnarmál, njósnir á Íslandi, alþjóðlega glæpahringi, samstarf við bandamenn, yfirgang Bandaríkjanna á Grænlandi og áhrif alls þessa á okkar stöðu.
Halla Helgadóttir, forstöðumaður Hönnunarmiðstöðvar, ræðir stöðu Hönnunar og arkitektúrs í upphafi Hönnunarmars hátíðarinnar og andmælir harðlega hugmyndum í hagræðingarskýrslu ríkisstjórnar um sameiningu lista- og hönnunarmiðstöðva í eina Listamiðstöð.

